KVENNABLAÐIÐ

Ben Affleck ætlar ekki að eyða þakkargjörðarhátíðinni með börnunum, heldur á Bahamaeyjum

Það lítur út fyrir að Ben vilji komast á fyllerí, fjarri fjölskyldunni. Ben Affleck tilkynnti Jennifer Garner, fyrrverandi eiginkonu sinni og börnunum þeirra þremur að hann ætlaði til Bahamaeyja um þakkargjörðarhátíðina, en hátíðin er oftast talin mikil fjölskylduhátíð.

Auglýsing

Jennifer mun fara með börnin — Violet, 13, Seraphina, 10 og Samuel, 7 — til systur hennar í Boston, en hún hefur miklar áhyggjur af Ben.

Í október sást Ben á hrekkjavökuballi, afar ölvaður. Lét hann einnig dólgslega við pókerborðin á staðnum.

Auglýsing

Affleck sagði við fréttamenn: „Það gerist, þetta var smá hrösun en ég ætla ekki að láta þetta hindra mig.“

Ben hefur verið að taka upp myndina Deep Water og hefur hann litið betur út.

Heimildarmaður segir: „Ben hefur lagt hart að sér að undanförnu og finnst hann eigi skilið smá frí. Jen hefur áhyggjur af því hvað hann kann að gera en hann er fullorðinn maður og getur tekið eigin ákvarðanir. Hann er ekki á hennar ábyrgð lengur.“

Fyrrum hjónin hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina, barnanna vegna. „Hún ætlast ekki til neins frá honum lengur. Hún vill bara að börnin alist upp hamingjusöm og eigi eðlilegt líf.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!