Susan Sarandon er orðin 73 ára gömul og féll hún „smá“ og deildi upplýsingum um slysið á Instagram síðu sinni. Susan var á leið að hitta Bernie Sanders, frambjóðanda demókrataflokksins og segir hún:
„Smá fall = heilahrsitingur, brákað nef, beyglað hné. Þannig, það lítur út fyrir að ég geti ekki hitt fólkið í New Hampshire með Sanders öldungardeildarþingmanni,“ sagði hún og setti mynd af andlitinu á sér með. „Mér þykir mjög leitt að missa af tækifærinu en hér er það sem ég vildi sagt hafa…“
Susan bað svo um aukna meðvitund varðandi loftslagsbreytingar, byssuofbeldi og innflytjendalög.
„Þetta er neyðarkall. Spyrjið vísindamennina, bændurna, verurnar í sjónum. Spyrjið þá sem hafa misst heimili sín vegna fellibylja, flóða og elda, spyrjið endalausan straum flóttamanna og fólkið í Flint, San Juan og Standing Rock,” skrifar Sarandon. „Þetta er [sic] neyð. Spyrjið mæðurnar sem hafa misst börnin sín vegna ópíóðafaraldursins eða vegna þess hve insúlín er dýrt. Spyrjið mæðurnar sem hafa misst börnin sín í skotbardaga í skólum, í kirkjum, í svefnherbergjunum. Þetta er neyðarkall.“
Susan styður því Bernie og telur hann hæfastan í að stjórna landinu. Hún studdi hann líka árið 2016 og bað aðdáendur sína að „berjast fyrir hann.“