Liam Hemsworth skildi við Miley Cyrus á afskaplega opinberan hátt, þar sem hún fór strax á fullt með nýjum elskhugum, Kaitlynn Carter og Cody Simpson. Liam er nú að taka því rólega með nýju ástinni sinni, Dynasty leikkonunni Maddison Brown.
Þau sáust í New York í síðasta mánuði en vilja ekki gera sambandið opinbert: „Þau vinna ótrúlega mikið, en um leið og þau hafa smá tíma hittast þau, hvort sem það er í Toronto eða New York, gera þau það. Þau elska að elda og fá sér vínglas saman,“ segir vinur hennar.
„Eftir allan þennan tíma hefur Liam saknað þess sárt að vera í rólegu, notalegu sambandi – það er það sem hann hefur viljað allan tímann. Hann var frekar pirraður þegar það náðust myndir af þeim kela í New York. Þau halda sig innandyra eftir það – og hlæja að Miley hvað hún er barnaleg og athyglissjúk í fjölmiðlum.“
Miley var afar leið þegar Liam hætti að fylgja henni á Instagram. Hún hefur reynt margt til að ná athygli hans, s.s. hringja í hann þegar hún er full eða sýna Cody og líkama hans á samfélagsmiðlum .
„Hann bara yppir öxlum og reynir að útiloka hana úr lífi sínu, sem gerir Miley brjálaða,“ segir hann.