Þrátt fyrir að þau þræti fyrir að vera par og segjast „bara vinir“ sjást þau saman æ oftar. Vandræðagemsinn og grínarinn Pete Davison (fyrrverandi hennar Ariönu Grande) og fyrirsætan Kaia Gerber (dóttir Cindy Crawford) sáust leiðast fyrir utan matvörubúð í Hillsdale, New York.
Pete var í háskólapeysu merktri Albany Fire Department og svörtum Converse-skóm og Kaia var með hvíta „beanie“ húfu, prjónapeysu og leðurjakka. Þau höfðu verið að versla í búðinni og fóru svo í bílinn sinn.
Þau sáust einnig í vikunni í New York á Let’s Make a Poop spurningaþætti á New York Comedy Festival. Bara vinir hvað!