Gamanleikarinn Owen Wilson var ekki ánægður þegar hann komst að því að fyrrverandi kærasta hans, Varunie Vongsvirates gengi með dóttur þeirra.
Leikarinn hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að hafa neitað að hitta dóttur sína Lylu, sem hann átti með Varunie eftir fjögurra ára samband. Nú hefur vinur hans tjáð sig um málið og svo virðist sem leiðir leikarans til að losna við Varunie hafi verið ótrúlega ósvífnar: „Þegar Varunie sagði Own að hún gengi með barn þeirra varð hann mjög reiður, og það var í síðasta sinn sem þau töluðu saman.“
Hann skipti um símanúmer. Hann hitti aldrei dóttur sína og sagði engum frá því að hann ætlaði að breyta um símanúmer.
Varunie talaði nýlega við fjölmiðla og sagði að Lyla „þarfnaðist föður.“ Owen fór í faðernispróf í fyrra sem staðfestir að hann er í raun faðirinn. Vildi hún ekki fá pening fyrir og sagði það ekki snúast um peninga.
Vinurinn segir: „Móðir Varunie lést þegar hún var enn ung. Hún veit hvernig það er að alast upp hjá einu foreldri og vill ekki það gerist fyrir dóttur hennar.“
Varunie hætti öllu til að verða einstæð móðir. Hún fær svo í andlitið að Owen er stöðugt myndaður með hinum sonum sínum tveimur, en hún á mjög erfitt með það, ein með ungt barn: „Hún vill bara að dóttir hennar eigi eðlilegt líf. Þetta gekk ekki upp hjá þeim tveimur – slíkt gerist – en að yfirgefa barnið sitt er bara dónalegt og rangt,“ segir vinurinn.
Þetta er fyrsta dóttir Owens. Hann á Robert Ford (8) með fyrrverandi Jade Duell og annan son, Finn Wilson (5) með fyrrverandi Caroline Lindqvist.