KVENNABLAÐIÐ

Ráð til að slá á sykurlöngunina…fyrir fullt og allt

Taugavísindamaðurinn Susan Peirce Thompson segir að þegar við reynum að halda okkur við visst mataræði getum við alltaf „fallið,“ og meinar þá að við missum okkur í sætindum og kökum sem við sórum að halda okkur frá.

Auglýsing

Flest okkar hafa reynt að léttast eða borða hollar á einhverjum tímapunkti en oft hefur það brugðist. Það virðist sem við séum bara veiklunduð…eða hvað?

Susan Peirce Thompson segir ástæðuna vera þá að við sækjum í það sem við þekkjum og það er ekki okkur að kenna. Þetta snýst allt um heilastarfsemina.

Hún skrifar fyrir Mail að heilar okkar hafi ekki þróast enn til að melta nútímamat sem oftar en ekki er fullur af sykri og hveiti. Þegar við borðum of mikið af slíku hækkar insúlínmagn líkamans sem blokkar leptín – sedduhormónið sem segir okkur hvenær við erum búin að fá nóg að borða. Þetta þýðir að við borðum og borðum…sem endar auðvitað í þyngdaraukningu og volæði.

Sykraðar matvörur senda dópamínframleiðslu heilans á fullt, og reynum við að minnka neysluna verðum við enn sólgnari að fá þessa „vímu.“ Susan trúir því að til að sigrast á þessu þurfum við að fylgja eftirfarandi reglum:

Auglýsing

Út með sykurinn 

Susan segir: „Aðeins með því að taka sykurinn út úr jöfnunni geta hugur og líkami jafnað sig.“ Þetta þýðir allur sykur, einnig hunang og sætuefni.

Ekkert hveiti

Sama og með sykurinn – Susan segir hveitið vera „laumulegan tælara.“

Þrjár máltíðir á dag

Þegar þú hefur rútínu þegar kemur að matartímum tekur það byrðina af viljastyrknum því þú veist hvenær næsta máltíð kemur.

Vigtaðu allt sem þú innbyrðir

Hún mælir með að vigta allan mat til þess þú vitir nákvæmlega hvað þú setur í líkamann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!