KVENNABLAÐIÐ

Bobbi, dóttir Whitney Houston, var „nær tannlaus“ rétt fyrir andlátið

Einkadóttir Whitney Houston, Bobbi Kristina Brown, var í svakalegu ástandi rétt áður en hún fannst nær dauða en lífi í baðkari á heimili sínu í Atlanta. Robyn Crawford, fyrrum ástkona Whitneyar segir frá þessu í nýju bókinni sinni A Song For You: My Life With Whitney Houston.

Auglýsing

Robyn segir að Bobbi hafi birst á heimili frænku sinnar, Pat Houston, dag einn í janúar 2015: „Hún var blóðug um munninn, það vantaði í hana tennur og húdd bílsins hennar var allt beyglað.“

Robyn útskýrir þetta ekki frekar en vitað er að Bobbi lenti í bílslysi fjórum dögum áður en hún lést.

Auglýsing

Pat hringdi í Lynne Volkman, fjölmiðlafulltrúa Whitneyar heitinnar, og bað hana að finna meðferðarstöð fyrir Bobbi. Því miður var það of seint. Þann 31. janúar 2015 fannst hún í baðkari heimilis síns meðvitundarlaus. Eiturlyf fundust í líkama hennar. Bobbi fór í dá og var slökkt á öndunarvélinni sex mánuðum síðar. Hún lést þann 26. júlí 2015, aðeins 22 ára gömul.

bobbiii

Þrátt fyrir að kærasti hennar, Nick Gordon, hafi aldrei verið ákærður var hann lagalega ábyrgur fyrir dauða hennar. Skuldar hann því dánarbúinu 36 milljónir dala sem hann hefur ekki greitt.

Í dómsskjölum segir að Nick hafi sprautað Bobbi með „eitraðri blöndu“ áður en hún lést næstum því og barði hana „oftsinnis.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!