Laurel Griggs, rísandi stjarna í leiklistarheiminum í New York, er látin. Hún var einungis 13 ára en hafði komið fram á Broadway ásamt Scarlett Johansson og í söngleiknum Once sem vann Tony verðlaun.
Laurel lést þann 5. nóvember en aðstæður varðandi dauða hennar hafa ekki verið gefnar upp.
Laurel kom fram sex ára gömul í söngleiknum Cat on a Hot Tin Roof áður en hún kom einnig fram í Once þar sem hún lék hlutverk Ivönku í nokkur ár, lengst allra. Einnig var hún gestur í mörgum kvikmyndum og þáttum og Saturday Night Live.
Hún bjó með foreldrum sínum í New York borg þar sem hún gekk í almenningsskóla.
Eliza Holland Madore sem lék einnig Ivönku í Once, skrifaði fallegan Instagram póst um Laurel: „Ég er afar döpur vegna andláts einnar Ivönku systur minnar. Laurel – þú varst alltaf brosandi og lést aðra hlæja.“
*Uppfært*
Laurel fékk alvarlegt astmakast á heimili sínu fimmtudagskvöld og lést. Þrátt fyrir að hafa lyf áttu hún erfitt með andardrátt. Um 7:25 fékk hún kastið og reyndu bráðaliðar að bjarga lífi hennar með hjartahnoði í sjúkrabílnum, en fjórum tímum síðar var hún úrskurðuð látin.