Russell Crowe eins og hann var í Gladiator er löngu farinn. Russell (55) sást á flugvelli í Sidney, Ástralíu, með aðstoðarkonu sinni og var hann einstaklega frjálslegur.
Hann beið á Bar Roma og klóraði sér kæruleysislega á rassinum í joggingbuxur með bumbuna úti.
Russell var á leið í sveitina til ömmu sinnar í New South Wales.
Ekki er vitað hvort þyngdaraukning Russells tengist hlutverki. Hann er samt sem áður að leika í myndinni The Georgetown Project, samkvæmt IMBD og er á lokametrum framleiðslu myndarinnar Unhinged.
Síðasta sumar var Russell myndaður á setti Unhinged þar sem hann var ólíkur sér, þar sem hann hafði grennst eftir að hafa leikið Roger Ailes í The Loudest Voice en margir töldu að hann hefði verið í gervi þar.