KVENNABLAÐIÐ

Kaþólska kirkjan rannsakar mál tveggja þungaðra nunna

Kaþólska kirkjan hefur nú sett allt í rannsókn á því hvernig tvær nunnur urðu þungaðar í Afríku. Þær voru í trúboðastarfi þar þegar uppgötvaðist að báðar voru með barni þrátt fyrir að hafa svarið skírlífseið.

Auglýsing

Konurnar tvær eru frá mismunandi reglum á Sikiley en voru ekki að vinna saman. Önnur kvennanna, 34 ára, uppgötvaði að hún var með barni þegar hún fór á sjúkrahús vegna magaverkja. Hin sem var eldri og hafði verið að vinna með „föllnum konum og börnum þeirra“ þegar hún uppgötvaði eigin þungun.

Auglýsing

Heimildarmaður kaþólsku kirkjunnar í Róm sagði við The Sun: „Það er ákveðin skelfing í þessum fréttum. Svo virðist sem báðar konurnar hafi verið í heimalandinu og augljóslega áttu þær í einhverskonar kynferðislegu samneyti við einhverja. Rannsókn hefur verið sett af stað; þær brutu báðar reglur um skírlífi en velferð barnanna skiptir mestu.“

Líklegt er talið að konurnar hætti trúarlegu starfi um leið og börnin fæðast.

Fyrr á árinu sagði Francis páfi sem hefur 18 milljónir fylgjenda á Twitter að sumar nunnur hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi presta og biskupa, sumar hefðu jafnvel verið notaðar sem kynlífsþrælar. Hann sagði einnig að slíkt ofbeldi ætti sér enn stað.

Viðurkenndi hann einnig að í kirkjunni hefði löngum verið hefð að „líta á konur sem annars flokks.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!