Catherine Denevue varð veik við tökur á kvikmyndinni „De Son Vivant“ og var lögð inn á spítala í kjölfarið en hún fékk „slag í kjölfar blóðþurrðar“ segir fjölskylda hennar í yfirlýsingu.
Catherine (76) er enn í fullu fjöri að leika en samkvæmt umboðsmanni hennar, Claire Blondel, þarf stjarnan að taka sér frí í kjölfarið.

Catherine, sem oft hefur verið líkt við aðra franska stjörnu, Brigitte Bardot, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og er ein þekktasta leikkonan þar. Hún hefur leikið í klassiskum myndum á borð við „The Umbrellas of Cherbourg” (1964), “Repulsion” (1965) og “Les Demoiselles de Rochefort” (1967).
Tvær myndir munu koma út með henni á þessu ári.