KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum ástkona Whitney Houston segir frá öllu í nýrri bók

Robyn Crawford, ástkona og aðstoðarkona Whitney Houston heitinnar segir nú frá öllu í nýrri bók og staðfestir ástarsamband þeirra.

A Song for You: My Life with Whitney Houston fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um líf Robyn og Whitneyar.

Robyn (58) segir frá ást þeirra í smáatriðum: „Við vildum vera saman, bara við.”

Þær hittust þegar Robyn var 19 ára og Whitney 17 en frá þeirri stundu urðu þær óaðskiljanlegar.

Auglýsing

Robyn talar um fyrsta skiptið sem þær sváfu saman: „Einn daginn vorum við Whitney að eyða tíma saman og Whitney sagði að við ætluðum að gista hjá Larry. Í íbúðinni afklæddumst við og við snertum hvor aðra í fyrsta sinn. Að faðma hana og elska var eins og draumur. Við deildum ekki með neinum hvað gerðist þessa nótt. Ég var ekki til í að gefa upp þessa nánd og ég veit það var erfitt í tónlistarbransanum.”

Þegar Whitney skrifaði undir samning við Clive Davis í Arista árið 1982 sagði hún að þær þyrftu að hætta að sofa saman. Hún meira að segja gaf Robyn Biblíu og sagði að það væri synd: „Við myndum báðar fara til helvítis. Ef einhver kæmist að þessu myndi það nota það gegn okkur. Þetta var á níunda áratugnum og það var alveg satt,” segir Robyn.

Auglýsing

Þrátt fyrir að þær ættu ekki í líkamlegu sambandi lengur var Robyn alltaf ástfangin af Whitney og studdi hanan í gegnum sambönd hennar við karlmenn og hjónaband hennar og Bobby Brown. Hún þagði alltaf yfir leyndarmálunum en margir vissu þó af þeim. Móðir Whitneyar sagði jafnvel að samband þeirra væri „ekki náttúrulegt.”

Whitney lést vegna ofeyslu eiturlyfja árið 2012, þá 48 ára gömul. „Whitney vissi að ég elskaði hana og ég veit hún elskaði mig. Við stóðum alltaf saman.”

Þegar Whitney giftist Bobby og eignaðist Bobbi vissi Robyn að hún væri í mikilli neyslu og í ofbeldissambandi. Robyn vildi að Whitney fengi hjálp sem hún neitaði, sagði hún væri ekki tilbúin. Þá sleit Robyn öllu sambandi við hana og hætti sem umboðsmaður hennar.

Þrátt fyrir að þær töluðu saman stundum var vinskapurinn aldrei hinn sami. Robyn var í matarboði með vinum sínum þegar hún frétti af andláti Whitneyar: „Það brotnaði eitthvað inni í mér.” Nú, sjö árum eftir andlátið vill Robyn deila því sem hún veit og hefur vitað allan tímann: „Ég vil sýna konuna á bak við þessa ótrúlegu hæfileika. Ég vil virða hana, segja frá hver hún var fyrir frægðina og fagna þessum vinskap.”

Robyn býr nú með eiginkonu sinni Lisu Hintlemann, og tveimur börnum þeirra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!