KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie flúði tökustað vegna sprengjuhættu

Leikararnir Angelina Jolie og Richard Madden voru flutt af tökustað eftir að sérfræðingar fundu virka sprengju á svæðinu. Var verið að taka upp myndina The Eternals á Kanaríeyjum, Fuerteventura.

Auglýsing

„Auðvitað var þetta ógnvekjandi – sprengjan hefur getað verið þarna í áratugi ósnert, en hver veit hvað hefði getað gerst við umgang,“ sagði The Sun, en sprengjusérfræðingar voru fengnir til að gera hana óvirka.

Auglýsing

Talið er að sprengjan hafi verið þarna síðan í heimsstyrjöldinni seinni.

Ekki er vitað hvort Angelina og Richard hafi snúið aftur á tökustað.

Þau eru bæði í aðalhlutverkum í Marvel myndinni ásamt Salma Hayek, Brian Tyree Henry og Don Lee.

„Nokkrar stærstu stjörnur í heimi voru á setti og enginn tók neina sénsa. Sem betur fer réðu sérfræðingar við verkefnið,“ segir heimildarmaður en áður en allir fóru af svæðinu varð talsvert uppþot.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!