Leikarinn Richard Gere og eiginkona hans Alejandra Silva eiga von á öðru barni, en sonur þeirra er aðeins nokkurra mánaða gamaill. Spænska tímaritið HOLA! heldur þessu fram og segir að Alejandra sé komin þrjá mánuði á leið, sem þýðir að hún mun eignast barnið næsta vor.
Auglýsing
Richard (70) og Alejandra (36) giftu sig í apríl 2018 og eftir að hafa þekkst í fjögur ár kom Alexander í heiminn í febrúar 2019. Þau tilkynntu Dalai Lama það fyrst af öllum en þau eru mjög andlega þenkjandi.
Auglýsing
Richard á einnig 18 ára son, Homer James Jigme, en Alejandra á sex ára son, Albert Friedland, úr fyrra hjónabandi.
