Ung kona, sem segir að hún sé köttur, segir að þegar hún hegði sér eins og kisa færi það hana nær kærastanum sínum og hjálpi henni að komast að kjarnanum í sjálfri sér, eins og hún orðar það. Kat er 31 árs og vinnur sem fyrirsæta og hún kemur fram á Cat Girl Manor – stað í Colorado Springs þar sem haldnir eru BDSM fundir þar sem fólk leikur gæludýr.
Hún hitti kærastann sinn Robrecht, 52, sem er flugvélaverkfræðingur á Comic Con ráðstefnu fyrir átta mánuðum síðan. Kat viðurkenndi fyrir Rob að hún lifði lífi sínu sem köttur og hann kann vel að meta það. Kat segir: „Ég hef alltaf verið öðruvísi en allir. Ég heillast af köttum og mér finnst sjálfri ég vera kisa. Ég fer í gegnum lífið sem köttur – það er bara sú sem ég er.“