Sökum höfuðhöggs hefur Zhu Sengkai ekki elst um dag, svo að segja, að minnta kosti útlitslega séð. Hann lítur út eins og drengur og segir það bölvun því hann getur ekki einu sinni kvænst, allir líta á hann sem barn.
Vandræði Zhu Shengkai hófust þegar hann var sex ára gamall og fékk stein í höfuðið þegar hann var að leika við vini sína. Það blæddi ekkert en samkvæmt foreldrum hans var hann með flensueinkenni í þrjá daga á eftir. Þau tóku hann á spítalann enda voru þau áhyggjufull og uppgötvuðu læknar þá blóðtappa í heilanum og fór hann samstundis í skurðaðgerð til að fjarlægja hann.
Zhu braggaðist vel og var lífið eðilegt í nokkur ár eftir það. Þegar hann var níu ára gamall sáu foreldrar hans að hann var ekki að þroskast á við jafnaldrana. Í raun hafði hann ekkert stækkað síðan slysið varð.
Hann var færður á spítala til rannsókna, hví þroski hans stóð í stað og niðurstöður þeirra rannsókna sýndu að heiladingullinn hafði orðið fyrir skaða. Því miður, eftir tvo áratugi lítur hinn 34 ára Zhu Shangkai eins og ungur drengur. Ekkert andlitshár og röddin er líka rödd drengs. Þarf hann því stöðugt að sannfæra fólk um að hann sé fullorðinn, en sökum útlits hans segist hann ekki geta kvænst og eignast börn eins og þeir sem hann ólst upp með: „Þó ég sé 34 ára núna er líkami minn enn eins og barnslíkami. Ég er í raun ekki fullorðinn, svo ég get ekki kvænst,“ segir Zhu.
Það er ekkert sem hann getur gert í þessu ástandi og læknar geta ekki hjálpað honum heldur. Hann er þó bjartsýnn og opnaði rakarastofu til að framfleyta sér og getur jafnvel grínast um ástandi: „Vinir mínir verða einn daginn gamlir og hrukkóttir og ég verð enn með rennislétt barnsandlit.“