Beverly Hills 90210 stjarnan Ian Ziering og eiginkona eru að skilja eftir rúmlega níu ára hjónaband. Ian (55) staðfesti fréttirnar að hann og Erin (39) væru að enda hjónabandið á Instagram, þann 31. október 2019: „Það tekur mig þungt að segja ykkur að ég og Erin erum að skilja. Við gætum ekki verið uppteknari í vinnu og síðastliðin ár höfum við vaxið í sundur. Hún er ein ótrúlegasta kona sem ég hef nokkurn tíma hitt og besta mamma krakkanna okkar.“
Erin fór einnig á samfélagsmiðla til að tilkynna skilnaðinn: „Ég meina, það er erfitt að kjósa skilnaðarmynd, þannig ég valdi bara uppáhaldsmyndina af sjálfri mér. Eftir níu og hálft ár í hjónabandi bað Ian um skilnað. Eftir að hafa spurt margsinnis ákvað ég að tími væri til kominn að gefast upp. Vitandi að ég er ekki manneskjan að gera hann hamingjusaman gerir mig friðsælli. Stelpurnar og ég höfum það gott og finnum þakklæti í nýju lífi okkar og erum að byggja það upp. Takk allir sem hafa haft samband og mér þykir leitt að ég hafi ekki haft tíma til að svara. Ég er þakklát fyrir kærleikinn og systrabönd kvenna sem eru í kringum mig á þessum tíma.“
Ian og Erin eiga tvær dætur, Miu og Pennu. „Þau hafa verið að rífast mikið og þetta er mjög ljótur skilnaður,“ segir vinur þeirra.
Skilnaðurinn er ótrúlega líkur þeim í þáttunu BH90210 sem Ian leikur í.
Hvorki Ian né Erin hafa póstað myndum á samfélagsmiðlum saman síðan í sumar, en þau fóru saman í afmæli dóttur Tori Spelling þann 13. október síðastliðinn.