Þriggja ára stúlka frá Ástralíu er talin hafa innbyrt töflu með hrekkjavökusælgæti sem hún fékk í pokann sinn eftir að hafa safnað því saman með fjölskyldu sinni.
Abby Van Der Spuy varð skyndilega „meðvitundarlítil og ráfaði um“ eftir að hafa borðað nammið. Móðir hennar Tara sagði í viðtali við Herald Sun að allt í einu hefði hún tekið eftir því að stúlkan var ekki eins og hún átti að sér að vera.
Samkvæmt fréttunum fann Abby lyfið í plastpoka ásamt namminu sem hún hafði fengið hjá nágrönnunum. Tveir nágrannar hringdu í sjúkrabíl skömmu eftir klukkan átta um kvöldið en þeir sáu ástandið á litlu stúlkunni.
Talið er að hún hafi gleypt Seroquel, sem er lyf til að meðhöndla geðsjúkdóma og þunglyndi.
Sjúkraliðar flýttu sér með hana á spítalann þar sem hún er nú í stöðugu ástandi, en hún hefur sofið mikið.
Lögreglan segir í yfirlýsingu að rannsakendum hafi verið sagt að barnið hafi getað innbyrt lyfseðilsskylt lyf og nú er verið að athuga hvernig þetta hafi geta gerst: „Á þessu stigi er ekki trúað að illur ásetningur hafi verið að baki.“