KVENNABLAÐIÐ

NADA: Meðferð sem er þróuð af geðlækni fyrir fólk með fíknisjúkdóma

Umræðan um meðferðarúrræði fyrir unga fíkla eru ekkert ný af nálinni. Það er alltaf sorglegt að horfa á eftir ungu fólki falla fyrir fíkninni. Efnin á markaðinu í dag eru mun harðari og greinilega erfiðari að eiga við

NADA var þróað af geðlækninum Michael Smith árið 1974 sem bata og styrkingarmeðferð. Það kemur á stöðugleika bæði andlega og líkamlega og er ekki beint að sérstökum greiningum og er þess vegna ekki lækna eða lyfja meðhöndlun né sjúkdómsmeðferð í sjálfu sér.

NADA er hugsuð sem mjög góð viðbót og gerir aðrar meðferðir áhrifaríkari og ætti að nota samhliða t.d.í samtalsmeðferðum hjá sálfræðingum, geðlæknum, lyfja og afeitrunar meðhöndlun. Markþjálfun og núvitund eru t.d meðferðir sem myndu njóta góðs af NADA sem viðbót.

Auglýsing

Þetta meðferðarform er notað í flestum fangelsum í heiminum í dag, og í Danmörk notað sem forvörn við bakslögum og sem hvatningaráætlun.

NADA var einnig notað til að draga úr geðrænum einkennum, og hefur verið notað víða á geðdeildum með mjög góðum árangri.

Í Danmörku er hún einnig notuð sem eigin meðferð eða sem stuðningur við fjölskyldumeðlimi sem þjást af streitu, PTSD, kvíða, einkenna ADHD, svefnvandamála eða fíknar.

Auglýsing

Aðferðin er viðurkennd um allan heim sem mikilvæg bata- og viðbótaraðferð og stuðlar að persónulegum þroska og lífsgæðum. Aðferðina er hægt að nota strax ef bráðavandamál koma upp án frekari samræðna.

Á síðastliðinum tíu árum hefur aðferðin breiðst út til menntastofnana og skóla til að auka fókus og einbeitingargetu sem og draga úr prófkvíða.

Þetta er ekki samtalsmeðferð heldur hugsuð til að fá aðilann til að tengjas sjálfum sér og fá innri ró.

NADA byggist upp á að setja nálar í fimm punkta í bæði eyru og sitja með þær ca. 45 mínútur.

Allir geta lært NADA. Hjálp til sjálfshjálpar. Aðferðin er einföld og áhættulaus. Hugmyndafræðin með NADA er að allir ættu að geta gefið aðferðina og á verði sem allir geta verið með.

Við sem velferðarþjóðfélag erum komin stutt á veg hvað varðar úrræði fyrir þessa einstaklinga, meðan aðrar Evrópuþjóðir t.d. Danmörk og önnur lönd eru komin mun framarlegra þegar kemur að lausnum og forvörnum.

NADA er vinsælasta nálastungumeðferð í Danmörku og er notuð af meira en 14.000 NADA iðkendum.

NADA Cafe eru að spretta upp víða, þar hittist fólk og þiggur NADA meðferð og situr í rólegu umhverfi og slakar á.

Gaman væri að sjá slíkt þróast á Íslandi.

Við erum svo heppin að fá hingað til lands Lars Wiinblad sem ætla að kenna okkur þessa aðferð 8-11. nóv. Þetta er diplóma námskeið svo þátttakendur geta nýtt sér þessa aðferð.

Hægt er að kynna sér námskeiðið á Facebook undir Diploma námskeið í undirstöðu NADA 5 punkta eyrnastungumeðferð eða senda tölvupóst á nadasvana@gmail.com

Lars
Lars

Lars er geðhjúkrunarfræðingur og nálastungumeðferðafræðingur. Hann hefur notað NADA í 22 ár. Hann var þjálfaður sem leiðbeinandi í NADA árið 2000 á Lincoln sjúkrahúsinu í New York.

Hann hefur einkaleyfi til að kenna þessa meðferð í Danmörku.

Meira um NADA inn á www.nada-danmark.dk -rannsóknarupplýsingar, árangur og fleira.

Svana Ingvaldsdóttir sem stendur fyrir námskeiðinu og er áhugamanneskja um heilsu og heilbrigt líferni
Svana Ingvaldsdóttir sem stendur fyrir námskeiðinu og er áhugamanneskja um heilsu og heilbrigt líferni

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!