KVENNABLAÐIÐ

Piers Morgan segir Meghan Markle að „hætta þessu væli“

Breski þáttastjórnandinn Piers Morgan ræddi fjölmiðlabaráttu Meghan Markle og kærumál hennar gagnvart þeim: „Ég held að Meghan Markle ætti að hætta að væla, punktur,“ sagði Piers (54) við Us Weekly á verðlaunahátíðinni British Academy Britannia Awards . „Ég held hún sé leikkona sem grenjar of mikið. Ég segi þetta með hinni mestu virðingu. En flestir farsælustu meðlimir konungsfjölskyldunnar, drottningin, drottningarmóðirin, þeir sem eru mest elskaðir, þú útskýrir ekkert, þú kvartar aldrei, þú gerir þína skyldu og allir elska þig. Um leið og þú ferð að kvabba og kveina segir fólk bara: „Hey, hættu nú, þú býrð á dýrum stað og hefur þjóna,“ Þannig kannski ættir þú að fá betri skilning á raunveruleikanum.

Auglýsing

Meghan, sem giftist Harry Bretaprins í maí 2018, opnaði sig nýlega um erfiðleikana við að vera meðlimur konungsfjölskyldunnar í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey.  „Þetta er bara mjög mikið,“ segir Meghan (38) sem eignaðist Archie í maí. „Ef þú bætir því við að vera ný mamma og nýgift…og líka, takk fyrir að spyrja, því ekki margir hafa spurt hvernig ég hef það, en það er alvöru það sem gerist á bakvið tjöldin.“

Auglýsing

Piers bætti við að hann sé ekki „brjálæðislegur aðdáandi“ Meghan, en þau voru hinsvegar náin áður en hún varð eiginkona Harrys: „Ég þekkti hana ágætlega. Og eins og með marga aðra hætti hún að tala við mig um leið og – hún hætti að horfa á mig á því augnabliki sem hún hitti Harry og hún hefur gert það við mjög marga,“ segir hann. „Ég held að hún sé bara ofureinbeitt á að vera meðlimur konungsfjölskyldunnar og hefur uppgötvað það að hún getur ekki verið leikkonan leikandi þann leik ef hún er meðlimur þarna. Það er ekki þannig sem þetta virkar… Í Bretlandi vinnur þetta fólk fyrir okkur. Við borgum húsin þeirra, öryggisgæsluna, skattgreiðendur. Og með því kemur skylda. Ég held að Meghan hafi ekki uppgötvað hvað felst í því. Hún er of upptekin af því að vera fræg, segjandi okkur hvernig við eigum að lifa og það er bara ekki mjög skynsamlegt hjá henni.“

Fyrr í mánuðinum ákváðu Harry og Meghan að fara í mál við bresku blöðin fyrir að „leggja Meghan í einelti.“

Piers segir: „Annaðhvort skaltu skilja hvað þessar skyldur þínar þýða eða slepptu því að vera í fjölskyldunni. Enginn er að neyða Meghan og Harry til þess að vera aktíf í þessu og þau þurfa þess ekki.“ William bróðir Harrys mun verða konungur: „Harry mun ekki verða konungur þannig hann þarf ekkert að vera að þessu. En ef hann ætlar að gera það ætti hann að hlusta á ömmu sína. Ekki kvarta, ekki útskýra, sinntu þínum skyldum. Sinntu vinnunni þinni.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!