KVENNABLAÐIÐ

Ellen GeGeneres og Jennifer Aniston kysstust í þætti Ellenar

Jennifer Aniston var gestur í spjallþætti Ellenar,  The Ellen DeGeneres Show, þar sem Jennifer (50) játaði að hún myndi ekki hvenær hún kyssti stelpu síðast. „Ég kyssi ekki stelpu á varirnar“ sagði Jen. Þá færði Ellen sig í áttina að henni með stút á munninum. „Er þetta á leiðinni þangað?“ spurði Jennifer og hló áður en hún hallaði sér að henni og kyssti gömlu vinkonu sína á varirnar.

Auglýsing

Áhorfendur ærðust, og Ellen sagði: „Þetta er það sem þau vildu sjá, það hafa viljað það í mörg ár.“
„Þetta var í síðasta sinn sem ég kyssti stelpu á varirnar. Þú ert með svo mjúkar varir!“ sagði Jennifer.

Auglýsing

„Þessvegna geri ég það sem ég geri,“ sagði Ellen. „Engin rakvélasár, mjúkar varir!“

„Ég skil það,“ sagði Jennifer.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!