27 ára móðir hefur nú verið handtekin í Ohioríki, Bandaríkjunum, fyrir að hafa leyft 64 ára manni að hafa óheftan aðgang að dætrum sínum, en óttast er að hann hafi nauðgað þeim. Dæturnar eru tvær, báðar undir tíu ára aldri.

Sarena Hall, móðir stúlknanna, og Marion Stang Jr, hafa bæði verið handtekin – hann fyrir nauðgunarákærur og barnaníð, hún fyrir að hafa stofnað börnum í hættu, samkvæmt WBTV.

Lögregla segir Sarenu hafa vitað að Marion hafi verið að níðast á þeim og það í langan tíma.
Eftir að barnaverndaryfirvöld skárust í leikinn, en þau höfðu fengið símtal um að börnin væru í hættu fór lögreglan af stað og handtók Marion og svo Sarenu.
Þau eru nú bæði í haldi lögreglu í Stark County fangelsinu og eru að bíða dóms.