Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Katie Price hefur árum saman gefið karlmönnum einkunn eftir bólfimi en nú hefur einn hjásvæfillinn stigið fram og gefið henni 1/10 í einkunn sjálfri og hún er ekki ánægð.
Katie (41) er afskaplega reið Charles Drury sem gaf henni falleinkunn og sagði hana vera „lata“ í rúminu. Hinn 22 ára Charles sem er smiður og fyrirsæta segir að Katie hafi stokkið í rúmið með honum á fyrsta stefnumóti og þau hafi fengið sér kókaín og verið vakandi í nokkra daga áður en hann sofnaði.
Hann kvartar samt yfir því að frammistaða hennar hafi verið allt annað en hann gæti motnað sig af við vini sína: „Ég hélt þetta yrði betra en ég bjóst við. Ég varð fyrir vonbrigðum.“
Vinur Katie segir að hún sé afskaplega ósátt við þetta: „Hún er mjög pirruð á því að hann sagði hana nota dóp, en að hafa sagt hún sé léleg í rúminu er enn verra fyrir hana. Í fortíðinni hafa margir fyrrum kærastar sagt eitthvað leiðinlegt um hana, en enginn hefur farið inn á þetta svið.“
Katie á kærasta af og til þessa dagana, Kris Boyson, og á hún eflaust eftir að reyna færni sína á honum: „Kris er heppinn núna, því hún á eftir að leggja allt á sig til að sanna að þetta sé ekki rétt. Allt minna en átta gerir hana mjög reiða.“
Þetta kemur eftir að Katie reiddist Charles, kallaði hann „lítinn strák“ sem gæti ekki beðið eftir að selja sögur um hana. talsmaður hennar segir: „Katie er ekki reið við Charles. Það sem hún veit núna um hann – það var óumflýjanlegt að hann myndi reyna að selja sögur um hana til að upphefja sjálfan sig.“