KVENNABLAÐIÐ

Cindy Crawford mjög ósátt við samband dóttur hennar Kaiu við Pete Davidson

18 ára fyrirsætan, Kaia Gerber, dóttir Cindy Crawford er að hitta Pete Davidson, fyrrverandi hennar Ariönu Grande. Cindy og Rande, foreldrar Kaiu eru víst alveg brjáluð vegna þessa en Pete er þekktur vandræðahundur sem hefur farið í fjölda meðferða.

Auglýsing

Pete hætti með Margaret Qualley um daginn en hann er sjö árum eldri en Kaia.

Sást til Pete fara úr íbúð Kaiu, miðvikudaginn 23. október.

Auglýsing

Þrátt fyrir að vinur Pete segi að þau séu „bara vinir“ sást til þeirra rölta saman í New York fyrr í haust. Þau sýndu bæði fyrir Alexander Wang á tískusýningu í júní 2019.

Pete virðist ekki geta haldið sig í einu sambandi og hefur verið í þeim mörgum. Hann var að hitta Kate Beckinsdale og var trúlofaður Ariönu Grande á tímabili.

Þegar Ariana hætti með honum tvítaði hann óspart að hann ætti við þunglyndi að stríða og ætlaði að fremja sjálfsvíg. Þau trúlofuðu sig mjög fljótt og þegar Mac Miller lést var Ariana mjög döpur og sleit trúlofuninni.

Kaia er ofurfyrirsæta, eftirsótt um allan heim. Foreldrar hennar vilja ekki að hún lendi með röngum manni, sem þau telja Pete Davidson vera. Það virðist þó ekki hafa áhrif á Kaiu: „Kaia er mjög ákveðin og veit hvað hún vill.“

Pete játaði árið 2017 að hann hefði farið í meðferð eftir áratuga langa neyslu. Hann reykir þó gras og drekkur enn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!