KVENNABLAÐIÐ

Enn ein æviminningabókin: Heather Locklear er næst

Stjörnurnar keppast við að gefa út æviminningar sínar, þó sumar séu ekki komnar yfir sextugt. Melrose Place Leikkonan Heather Locklear hefur nú sýnt því áhuga að fjalla um líf sitt á opinskáan hátt, en hún hefur átt mjög erfið misseri að undanförnu. Hún hefur margsinnis verið lögð inn á geðdeild, þvinguð í meðferð og var handtekin fyrir að ráðast á lögregluna.

Auglýsing

Hún er edrú núna og mun finna einhvern frið í að skrifa ævinminningar: „Heather hefur verið að segja vinum sínum að hún vilji skrifa æviminningabók en enginn veit enn hvað hún ætlar að segja. Nú þar sem hún er út úr meðferð er hún einbeitt að vera edú og hefur tímann og viljann til að skrifa bók,“ segir vinur hennar í nafnlausu viðtali við Radar Online.

Auglýsing

Eftir að myndin Dirt kom úr um hljómsveitina Mötley Crüe og fyrrum eiginmanninn Tommy Lee fór Heather að drekka aftur í mars á þessu ári. Kom það illa við hana að fjallað um hana var á óvæginn hátt.

Tommy og Heather
Tommy og Heather

„Heather hefur átt feril í Hollywood og ótrúlegt líf í sviðsljósinu og utan þess. Það er mikið um há-og lágpunkta og fólk vill heyra um það,“ heldur hann áfram.

Heather er nýsloppin úr meðferð, þann 20. september og er hún orðin 58 ára gömul.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!