Fasteignasalarnir, systurnar Gladys og Carla Spizirri, voru efins þegar 96 ára gömul kona hafði samband og sagðist vilja selja húsið sitt sem hún hafði búið í í 72 ár, en hún flutti inn árið 1942. Þær fengu einungis mynd af húsinu og konan, Joyce, sagðist ekki eiga neinar myndir af herbergjunum. Systurnar vissu ekki hvort þær ættu að taka að sér að selja, konan gæti verið ein af þeim sem safnaði drasli eða húsið gæti verið hreinlega ónýtt. Það var þó í mjög fínu hverfi í vesturhluta Toronto, Kanada, á 148 Jane Street, þannig þær fóru og heimsóttu hana.
Joyce vissi að hún þyrfti að komast á hjúkrunarheimili þar sem hún átti erfitt með að komast leiðar sinnar. Hún sagði systrunum að ekkert hefði verið gert í húsinu í allan þennan tíma. Það sem þær vissu ekki var að húsinu var haldið vel við af Joyce, nær óaðfinnanlega.
Þær reiknuðu með að geta selt húsið, væri það sæmilegt, á 500.000 Kanadadali.
Gladys og Carla tóku andköf þegar þær stigu inn í húsið. Það var eins og þær ferðuðust aftur í tímann. Húsið var allt með upprunalegum húsgögnum frá sjötta og sjöunda áratugnum. Það var allt óaðfinnanlegt.
Joyce endaði á að selja þessa fallegu fasteign á 699.000 dali.