Leikkonan Sharon Stone segir að „cult classic“ kvikmyndin Basic Instinct sem skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1992 myndi ekki vera framleidd árið 2019.
„Ég held að Basic Instinct hafi verið búin til á akkúrat réttum tíma í sögunni því hún náði að fanga ótta okkar um efasemdir þess að konur hefðu völd,“ segir hún í nýju viðtali við Allure. „Ég efast um að hún næði til fólks í dag eins og hún náði á sínum tíma.“
Sharon (61) bætur við: „Þegar ég hóf ferilinn voru bara tvær viðurkenndar leiðir fyrir konur til að sitja: Krossleggja fæturnar eða með ökklana undir stólinn.“
Basic Instinct fjallar um rannsóknarlögreglumann (Michael Douglas) sem kynnist grunaðri (Stone) í morðmáli. Ein eftirminnilegasta senan er þegar Sharon krossleggur fæturnar í stuttu pilsi í yfirheyrsluherbergi fullu af karlmönnum.
„Þegar ég var yngri voru allir að segja mér hvað væri að líkamanum mínum – of þetta, of hitt. Þegar ég lék í mydninni réðu þeir förðunarfræðing til að setja fullt af farða á mig daglega, og alla daga fór ég inn í hjólhýsið og tók hann af. Ég mátti ekki velja förðunarfræðing fyrir mig eða var nafnið mitt á plakatinu.“
Sharon segist elska líkama sinn í dag og er þakklát fyrir hann: „Ég fór að kunna að meta, eins og evrópskar konur, sem verða fallegri með aldrinum. Að eldri konur séu fallegri en stúlkur því þær vita eitthvað.“