Sonur ofurparsins David Beckham og Victoriu Beckham er nú í sambandi með fyrirsætu sem, skemmtilegt nokk – vann einu sinni sem tvífari Victoriu fyrr á ferli hennar.
Phoebe Torrance er 27 ára, Brooklyn er tvítugur. Nokkrir vinir hans hafa strítt honum á því að hún hafi unnið sem tvífari móður hans, en hann segir að ekkert „ödipískt“ sé við það (e. Oedipal).

Phoebe hefur sagt vinum sínum að hún hafi unnið í nokkur skipti sem tvífari Victoriu sem hjálpaði henni við að greiða háskólagjöldin. „Hún hélt samt aldrei að hún myndi fá að hitta hana í eigin persónu,“ segir vinur hennar í viðtali við The Sun.
Brooklyn hefur verið ötull í að finna sér kærustur, helst meðal stjarnanna, og hætti með fyrrum kærustunni Hana Cross fyrir tveimur mánuðum síðan.