KVENNABLAÐIÐ

Fjölmennasta fjölskylda Bretlands á von á 22. barninu

Radford fjölskyldan er þekkt í Bretlandi, enda eiga þau 21 barn! Þau hafa nú tilkynnt að þau eigi von á 22. barninu.

Sue Radford (44) býr í Morecambe, Lancasterskíri, ásamt Noel eiginmanni sínum sem er 48 ára og svo auðvitað börnunum öllum.

Þau póstuðu myndbandi á YouTube þar sem þau tilkynntu um enn einn barnið, og sögðu að þau „gætu ekki beðið” eftir að barnið fæddist.

Auglýsing
Sue og Noel
Sue og Noel

Myndbandið hefst með Sue og eiginmanninum þar sem þau halda á spítalann ásamt eitthvað af yngri börnunum. „Vonandi fáum við að sjá hann sparka. Við erum mjög spennt,” segir Sue.

Var myndbandið tekið þann 29 september þar sem þau fóru í þriggja mánaða skoðun.

Síðar í myndbandinu segja þau að barnið muni koma í heiminn í apríl og þau muni tilkynna um kynið í nýju myndbandi.

Fjölskyldan næstum öll býr í kastala í viktoríönskum stíl sem var eitt sinn barnaheimili. Þau keyptu húsið fyrir um 15 árum síðan.

Auglýsing
Þau ætluðu ekki að eignast enn eitt barnið
Þau ætluðu ekki að eignast enn eitt barnið

Húsið er sem betur fer 10 herbergja og á fjórum hæðum, plús kjallari.

Þau urðu fræg árið 2012 þegar heimildarmynd um þau var sýnd á Channel 4, kallaðist 15 Kids and Counting.

radf FOR

Bonnie var nýjasta viðbótin en hún fæddist í nóvember 2018.

Bonnie
Bonnie

Þau höfðu sagt að Bonnie yrði síðasta barnið þeirra, en þau hafa ekki staðið við það.

Radford fjölskyldan á sitt eigið bökufyrirtæki og þiggur engan stuðning frá breska ríkinu.

Þau eiga nú Chris, 30, Sophie, 25, Chloe, 23, Jack, 22, Daniel, 20, Luke, 18, Millie, 17, Katie, 16, James, 15, Ellie, 14, Aimee, 13, Josh, 12, Max, 11, Tillie, níu ára, Oscar, sjö, Casper, sex, Hallie, þriggja, Phoebe, tveggja, Archie 18 mánaða og Bonnie sem er 10 mánaða.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!