KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston viðurkennir að hafa átt falskan Instagram aðgang sem hún notaði til að njósna um fólk

Leikkonan ástsæla, Jennifer Aniston, segist ekki vera ný á Instagram, en hún opnaði opinberan aðgang á dögunum. Hún var í þætti Jimmy Kimmel og viðurkenndi þá að hafa átt annan aðgang sem væri ekki í hennar nafni.

Auglýsing

„Þú áttir falskan Instagram aðgang áður, er það ekki?“ spurði Jimmy og Jen svaraði: „Jú, það var eltihrells aðgangurinn minn.“

Hún sagðist hafa viljað vita um hvað málið snerist áður en hún fengi sér einn slíkan:„Þegar ég var að hugsa um þetta ákvað ég að ég yrði að vita um hvað þetta snerist og dýfa tánum í samfélagsmiðlalaugina.“

Auglýsing

Jimmy minntist þá á „Finstagram“ sem er slangur fyrir „fake Instagram“ eða falskan aðgang.

Aniston segir að hún viti í raun ekki af hverju hún fékk sér aðgang og finnst erfitt að nota miðilinn: „Veistu hvað er pirrandi? Svo færðu áminningu um að þú hafir fengið skilaboð, og þá er það bara einhver sem setti hjarta eða stjörnu við færsluna.“

Jennifer sló samt Guinnes heimsmet, því hún fékk milljón fylgjendur á aðeins fimm klukkutímum og 16 mínútum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!