KVENNABLAÐIÐ

Systir Amal Clooney dæmd í þriggja vikna fangelsi fyrir ölvunarakstur

Mágkona George Clooney, Tala Alamuddin Le Tallec, var dæmd í þriggja vikna fangelsi í Singapore fyrir að hafa ekið ölvuð í annað sinn.

Tala sem er systir mannréttindalögmannsins Amal Clooney býr í Singapore og sagðist hún sek um ýmis afbrot, t.d. ölvunarakstur og að hafa ekið án tryggingar.

Auglýsing

Tala er 47 ára tískuhönnuður og var að aka bíl eiginmanns hennar BMW X5 um 2:30 um nóttina þann 13. maí þegar lögreglan stöðvaði för hennar. Áður en hún settist við stýri hafði hún drukkið tvö glös af hvítvíni og eitt kampavínsglas en hún hafði verið úti að borða með vini.

Þegar hún var stöðvuð átti hún í erfiðleikum með að finna bremsuna á bílnum og áfengisfnykurinn var megn, segir lögregluþjónninn Alvin Lee sem stöðvaði hana. Hún reyndi að fiska ökuskírteinið upp úr töskunni og ýtti þá óvart á bensíngjöf ökutækisins í eitt augnablik. Áfengismælir sýndi að hún var yfir mörkunum.

Auglýsing

Að auki við þriggja vikna fangelsisvist þarf hún að greiða 6400 dali og missir ökuleyfið í fjögur ár.

Lögfræðingur hennar segir að hin fjögurra barna móðir „harmi þetta mjög“ og segir hún hafi verið að eiga við erfið mál.

Tala var dæmd fyrir ölvunarakstur árið 2013 og missti þá prófið í tvö ár. Hún hefur einnig fengið áminningar vegna glæfraaksturs árið 2010 og 2004.

Hún bjó í New York áður en hún giftist Nagi Hamiyeh, viðskiptajöfri frá Singapore en giftist svo ítölskum viðskiptamanni.

Ein dóttir hennar, Mia, var blómastúlka í brúðkaupi Amal og George í Feneyjum árið 2014.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!