KVENNABLAÐIÐ

Felicity Huffman mætt í fangelsið til að afplána 14 daga

Leikkonan Felicity Huffman er nú mætt í fangelsið í Dublin, Kaliforníuríki, þriðjudaginn 15. október þar sem hún á að hefja tveggja vikna afplánun vegna háskólaskandalsins.

Auglýsing

Talsmaður Felicity staðfestir þetta: „Hún er reiðubúin að axla þá ábyrgð og sitja af sér dóminn sem Talwani dómari skipaði sem refsingu fyrir gjörðir hennar. Hún mun hefja þetta eins og lagt var upp með og við tekur ár á skilorði, og 250 tímar af samfélagsþjónustu þegar hún er laus úr haldi.“ Vísar hann í dómarann Indira Talwani í Boston sem dæmdi fyrrum Desperate Housewives stjörnuna í síðasta mánuði.

Auglýsing

Felicity játaði sekt sína í maí fyrir að greiða Rick Singer 15.000 dali til að hækka SAT einkunnir dóttur hennar upp.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!