Karlmenn í Tétséníu eru taldir hvað „karlmennalegastir“ í heimi og er ekki vinsælt þar að sýna tilfinningar. Yfirvöld vilja viðhalda þessari ímynd sem einblínir á óttaleysi og harða karlmenn. Ungur maður lærði þetta á erfiðan hátt en hann dirfðist að fella tár í brúðkaupi systur sinnar.
Samkvæmt sagnfræðingnum Zelimkhan Musaev má eiginlega ekki sýna tilfinningar sínar opinberlega í brúðkaupum, meira að segja hjá konum. Myndband af ungum karlmanni sem grét í brúðkaupi systur hans fór á flug á netinu og urðu margir reiðir. Ramzan Kadyrov, leiðtogi landsins sem er karlmennskan holdi klædd gagnrýndi þetta skelfilega athæfi og var „hinn seki“ látinn biðjast afsökunar opinberlega eftir að borið hafði verið kennsl á hann.
Þurfti hann því að pósta myndbandi af sér, en hann átti víst ekki einu sinni að vera viðstaddur brúðkaupið. Hefur því verið deilt á Instagram og má sjá hér að neðan.
Segir ungi maðurinn að hann hafi „brotið téténska reglur um siði á opinberum stöðum“ og sýnt óviðurkvæmlegar tilfinningar.
„Myndskeið af karlmönnum grátandi í brúðkaupum þegar þeir gefa systur sínar eru algerlega óásættanleg í téténsku samfélagi. Það er fullt af óskrifuðum reglum í brúðkaupum og hafa verður eftirlit með þessu til að viðhalda menningu okkar og siðum,“ stendur við myndbandið.
Í myndbandinu segir þessi ungi Téténi að hann hafi ekki getað haldið aftur af tárunum í brúðkaupinu, því hann vildi „ekki sleppa af henni hendinni:“