Tallulah Willis, dóttir leikaraparsins Demi Moore og Bruce Willis segir að ekki sé allt sem sýnist þegar um þunglyndi og sjálfsvígshugsanir sé að ræða. Póstaði hún myndbandi af sér á Instagram þar sem hún dansar um á bikiníi og segir: „Við erum ekki það sem við sýnum,“ og segir einnig að þegar myndbandið var tekið upp voru allir að hrósa henni og óskuðu þess að geta verið svona frjálslegir. Þarna hafi hún verið afar þunglynd og í þrjá mánuði hafi hún verið í djúpri lægð, þeirri dýpstu sem hún hafi verið í og óskað þess bara að deyja.
Tallulah segir að hún sé hrædd við heilann á sér og „getu hans til að framleiða slíkan sársauka.“ Hún segir einnig: „Baráttan á sér stað daglega, allt mitt líf, og á hverjum degi kýs ég að finna augnablik, fliss, eða friðsamlega pásu.“
Hún segist þó ekki vera tilbúin að opna sig alveg, en þetta kemur í kjölfar æviminningabók móður hennar Inside Out þar sem Demi játar baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn. Hún sagði við Teen Vogue árið 2015: „Mér hefur ekki liðið vel síðan ég var 11 ára. Mér fannst ég ekki eiga skilið það sem ég ólst upp með, og ég man eftir að hafa hugsað að ég gæti ekki átt nein vandamál, þannig ég byrgði allt inni.“ Árið 2014 sagðist hún þjást af body dismorphia en það þýðir að hún sér ekki líkamann á sér eins og aðrir sjá hann. Hún var eitt sinn 43 kíló.
Hér má sjá Rumer Willis, Demi Moore, Bruce Willis, Scout Willis, Emma Heming Willis og Tallulah Willis í frumsýningarpartý bókarinnar þann 23. september síðastliðinn.