KVENNABLAÐIÐ

Jane Fonda handtekin við mótmæli í Washington

Leikkonan Jane Fonda sem er 81 árs var handtekin við mótmæli vegna loftslagsbreytinga í Washington DC á föstudag. Myndskeið sýnir lögguna handtaka og taka burtu Jane á tröppum US Capitol ásamt öðrum mótmælendum sem kröfðust þess að þingið myndi innleiða Green New Deal, samkvæmt ABC News.

Auglýsing

Óskarsverðlaunaleikkonan var að sögn vöruð við áður en lögreglan hneppti hana í varðhald um klukkan 13 að staðartíma.

Samkvæmt lögreglunni var Jane ásamt 15 öðrum aktívistum að mótmæla ólöglega og voru með læti og söfnuðust saman.

Auglýsing

Fyrr í vikunni sagðist Jane ætla að mótmæla alla föstudaga þar til hún væri handtekin: „Klukkan 11 á öllum föstudagsmorgnum, komið og látið handtaka ykkur með mér.“ Einnig ætlaði hún að koma í kring „Fire Drill Fridays,” vikulegum viðburði þar esm vísindamenn, stjörnur og aktívistar kæmu saman til að berjast á móti loftslagsbreytingum.

Jane var fræg á árum áður þegar hún mótmælti þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnamsstríðinu, hún flaug m.a. til Norður-Víetnam og sat fyrir á myndum með víetnömskum hermönnum og var svo kölluð „Hanoi Jane“ í kjölfarið. Sagði hún síðar að gjörðir sínar á þessum tíma hefðu verið „stór, stór mistök.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!