Hollywoodliðið er ekki lengi að þessu! Liam Hemsworth sást leiða áströlsku fyrirsætuna og leikkonuna Maddison Brown í New York á dögunum. Maddison er 22 ára og Liam 29 ára. Þau fengu sér hádegisverð og drykki á veitingastaðnum Sant Ambroeus í West Village, New York.
Liam var í svörtum jakka og gallabuxum og hvítum Converse skóm en Maddison í bláum topp, svörtum leðurjakka, rifnum bláum gallabuxum og ökklaskóm. Bæði voru með svört sólgleraugu.
Liam hefur ekkert gefið út í þessum efnum en aðdáendur hans klappa honum lof í lófa að svara fyrir sig vegna Mileyar sem hefur verið ótrúlega dugleg að sýna sig með Kaitlynn Carter og Cody Simpson sem hún kallar kærastann sinn.
Sagt var að Liam hefði verið í sárum eftir skilnaðinn, en hann hefur greinilega ákveðið að gefa ástinni séns. Honum er víst sama um Miley og segir hana mega „gera það sem hún vilji. Hann er kominn yfir hana.
Það er þó ekki mikil alvara í nýja sambandinu segir vinur hans: „Hann er bara að skemmta sér.“ Liam vill einbeita sér að vinnunni í Hollywood.