KVENNABLAÐIÐ

Önnur ásökun komin fram um kynferðisofbeldi Cuba Gooding Jr.

Leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur verið ákærður í að minnsta kosti einu kynferðisbrotamáli, kom fram fyrir rétti en hann þarf að svara fyrir ásakanir um kynferisofbeldi.

Aðstoðarsaksóknarinn Jenna Long upplýsti Manhattan glæpadómstólinn um þetta þegar dómarinn átti að senda málið í annan dómssal, en Cuba (51) varð greinilega forviða.

Auglýsing

Jenna sagði: „Sakborningurinn hefur verið ákærður í nýju máli vegna annars atviks sem var ókært.“ Upplýsti hún ekki um hvaða mál var að ræða né smáatriði þess. Hún sagði hinsvegar að í ljósi þess myndi málið verða skotið til hæstaréttar Manhattan.

cuba2

Auglýsing

Málinu seinkar því, en í aðalmálinu er um að ræða ónefnda konu sem segir að þann 9. júní síðastliðinn hafi Cuba kreist brjóst hennar á Magic Hour Rooftop Bar and Lounge.

Hann var handtekinn og ákærður fyrir það atvik, en hann neitar öllu.

Ekki er vitað hvort um saknæmt athæfi sé að ræða eða annað fórnarlamb. Verður upplýsingunum haldið leyndum þar til málið fer fyrir dóm. Lögfræðingar Cuba, þeir Mark Heller og Peter Toumbekis hafa ekki tjáð sig um málið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!