KVENNABLAÐIÐ

Einstæður faðir ættleiðir stúlku með Downs heilkenni sem 20 aðrar fjölskyldur höfnuðu

Alba var einungis nokkurra daga gömul þegar foreldrar hennar gáfu hana til ættleiðingar því hún hafði Downs heilkenni. 20 öðrum fjölskyldum var boðið að ættleiða hana en þær höfnuðu henni. Þarna var hún 13 daga gömul.

Auglýsing

Sagan fær þó góðan endi því einhleypi faðirinn Luca Trapanese vildi ólmur ættleiða hana. Luca gaf út bók um Ölbu og lífi þeirra saman og er bókinni lýst sem „sögu sem hafnar staðalímyndum um föðurhlutverkið, trú og fjölskyldu.“

Ættleiðingarlög á Ítalíu er afar stíf og sjaldnast fá einstæðir foreldrar að ættleiða, en staða Ölbu leyfði hliðranir á þeim reglum. Luca mætti engum hindrunum á leið sinni að ættleiða þessa yndislegu stúlku. Hann keyrði því á spítalann og fyllti út alla nauðsynlega pappíra og hreppti hnossið.

Auglýsing

Luca á sér sögu að vinna með fötluðum börnum í sjálfboðastarfi, þannig hann taldi sig tilbúinn að ala upp barn með Downs heilkenni. Og hann gat ekki beðið eftir að verða pabbi!

„Þegar ég hélt á henni í fyrsta skipti ætlaði hjarta mitt að springa úr gleði,“ segir hann við BBC. „Mér fannst hún strax vera dóttir mín. Ég vissi að ég væri tilbúinn að verða pabbi hennar.“ Luca segir Ölbu elska að leika sér og hitta nýtt fólk: „Ég ætla eyða það sem eftir er ævinnar með þessari stúlku sem ég elska…og við ætlum að gera frábæra hluti saman.“

 

View this post on Instagram

Wedding Livio e Serena❤

A post shared by Luca Trapanese (@trapaluca) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!