KVENNABLAÐIÐ

Enginn hefur áhuga á spjallþætti Tori og Jennie úr BH 90210

Ákaflega dræm miðasala á spjallþáttinn Jennie Garth & Tori Spelling Live olli því að viðburðinum hefur verið aflýst. Sagt hefur verið „skipulagningarvandræðum“ sé um að kenna, en þær sitja í sal og tala við áhorfendur. Átti viðburðurinn að fara fram í The Chicago Theatre þann 17. nóvember en ekkert verður af honum.

Auglýsing

Skemmtanafyrirtækið segir að selst hafi upp á viðburðina, en staðreyndin er sú að afar fáir mættu. Minna en helmingur og allt niður í fjórðung seldust á þessum dögum.

Auglýsing

Öllum viðburðum hefur því verið aflýst, þann 12 nóvember í Ohio, 13. nóvember í Pennsylvania og 16. nóv í Indiana.

Vðburðinum er lýst sem „alvöru stelpukvöldi með konunum úr 90210, kvöld fullt af hlátri og minningum og er stýrt af Jennie og Tori. Verið tilbúin hinu óvænta – allt getur gerst í beinni útsendingu! Þetta er partýið þeirra Jennie og Tori og þær gera það sem þeim sýnist.“

Í fyrstu fór þátturinn þeirra BH90210 (endurgerð þáttanna Beverly Hills 90210) vel af stað, 3,8 milljónir sáu fyrsta þáttinn en þann næsta sáu 2,57 milljónir. Tölurnar fóru hríðlækkandi og lokaþáttinn sáu einungis 1,91 milljón.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!