KVENNABLAÐIÐ

Liam er sama þó Miley sé í sambandi með Cody Simpson

Liam Hemsworth, fyrrverandi eiginmaður Miley Cyrus, er kominn yfir allt þetta drama og er víst slétt sma þó hún sé að hitta bæði menn og konur, nú ástralska söngvarann Cody Simpson. Vinur leikarans segir að Liam sé „ekkert að hugsa um“ sambandsmálin hennar. „Honum er alveg sama. Hún má gera það sem hún vill, Liam er kominn yfir hana. Ég veit ekki hvort þetta sé hennar leið til að ná aftur til hans, en hann hefur tekið sína ákvörðun.“

Auglýsing

Þegar vandræðin hófust með stefnumótum Miley og Kaitlynn Carter vildi Liam helst halda málunum utan fjölmiðla en sá sér þann kost vænstan að sækja um skilnað og halda áfram með líf sitt: „Þetta er ekki eitthvað sem þú gerir þegar þér þykir vænt um manneskju, hvað þá eiginmanninn,“ segir vinurinn.

Auglýsing

Núna vill Liam bara „halda áfram og finna nýjan byrjunarreit.“

Liam hefur verið í heimalandinu Ástralíu að undanförnu en er nú á leið til Toronto Kanada til að taka upp myndina Dodge and Miles.  Í stað þess að finna sér nýtt ástarsamband hefur hann einbeitt sér að fjölskyldunni, bróður sínum Chris og konu hans Elsu Pataky.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!