KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle gæti þurft að hitta föður sinn í fyrsta sinn í fjögur ár

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, gæti þurft að horfast í augu við föður sinn í fyrsta sinn í fjögur ár…í breskum dómssal.

Thomas Markle sagði frá því í gær hvers vegna honum fannst hann þvingaður til að hafa opinberað smáatriði í einkabréfi sem Meghan sendi honum, en hún hefur ákveðið að fara í dómsmál við breska fjölmiðla vegna þess.

Bréfið er þungamiðjan í málinu.

Auglýsing

Thomas segist vera tilbúinn að ferðast til Bretlands til að verja gjörðir sínar.

Einn innanbúðarmaður í fjölskyldunni segir: „Það er dapurt hvernig Tom gat ekki komið til Bretlands í brúðkaupið og fyrsta skiptið sem hann kemst í tæri við bresku konungsfjölskylduna er þegar hann fer í dómssal hennar hátignar. Að hann ætli að koma og verja birtingu bréfsins sýnir hvernig hann er innrættur, hann er ákveðinn í að hann geti réttlætt þetta.”

Auglýsing
Hugsanlegt dómsmál er enn eitt atriðið í furðulegu ósamkomulagi milli Meghan og föður hennar.

Thomas, sem var ljósameistari, en er farinn á eftirlaun býr í Rosarito í Mexíkó. Hann gat ekki leitt Meghan að altarinu því hann fékk hjartaáfall.

Thomas (75) var lagður inn á spítala eftir að hafa látið birta falskar myndir af paparazzi ljósmyndurum. Meghan og hann hafa ekki sést síðan árið 2015. Hann hefur hvorki hitt Harry né Archie.

Meghan ákærir Mail on Sunday fyrir að hafa birt persónulegt bréf frá henni, fyrir að hafa brotið á henni persónulega, höfundarrétti og friðhelgi einkalífsins. Meghan gæti verið kölluð fyrir sem vitni í málinu og þá gæti hún þurft að horfast í augu við föður sinn.

mm dad

Meghan er einnig í skotlínunni, að hún hafi sjálf brotið á eigin friðhelgi með því að segja bandarískum vinum sínum frá innihaldi bréfsins en þeir töluðu svo við People Magazine eftir að hafa fengið að vita innihaldið.

Meghan þarf því að sverja eið hvort hún hafi sagt sjálf frá eður ei.

‘The Truth About Meghan’ stendur á forsíðu People þar sem vinir hennar sögðu frá bréfinu sem var handskrifað og fimm blaðsíður. Barst bréfið Thomasi í ágúst 2018. Þrátt fyrir að það særði hann ákvað hann að halda því fyrir sig.

Vinir hennar sviku trúnað við hana með því að segja í viðtali við blaðið að bréfið hefði verið hjartnæmt og kærleiksríkt. Þeir sögðu: „Eftir brúðkaupið skrifaði hún honum bréf. Hún sagði eitthvað á borð við: „Pabbi. Hjarta mitt er í molum. Ég elska þig, ég á bara einn pabba. Vinsamlegast hættu að ráðast á mig í gegnum fjölmiðla svo við getum lagað sambandið.”

Thomas segist hafa þurft að láta fjölmiðlum fleiri smáatriði í té til að verjast árás „vinanna.” Hann segir: „Bréfið var ekki ástríkt að mínu mati. Það var bara særandi.” Hann vonast þó enn eftir að þau muni sættast: „Allt sem þyrfti væri eitt símtal, þá myndi þessi geðveiki hætta.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!