Á meðan systur Rob Kardashian þrá sviðsljósið framar öllu öðru og eru myndaðar opinberlega á nokkurra klukkutíma fresti hefur hann ekki sést opinberlega í 835 daga. Síðast var tekin mynd af honum þann 18. júní 2017 sem þýðir að meira en tvö ár eru liðin síðan hann sást.
„Enginn sér hann lengur,“ segir vinur fjölskyldunnar um Rob sem er einstæður faðir og á dótturina Dream með fyrrverandi, Blac Chyna. „Hann hangir bara heima hjá sér alla daga.“
Myndir af Dream sjást stundum á Instagramsíðunni hans, en henni er stjórnað af fjölskyldufyrirtækinu Jenner Communications, ekki Rob sjálfum. (Stjarnan var bönnuð á Instagram eftir að hann lagði sína fyrrverandi í einelti árið 2017).
Honum brá fyrir í síðustu seríu KUWTK þar sem hann neitaði að yfirgefa húsið sitt í skógareldunum árið 2018.
„Rob fer alltaf í þessa hringi, þar sem hann vill hætta að fela sig en svo gerir hann það alltaf aftur og fer í algera einangrun. Fjölskyldan elskar hann alltaf en þau vita ekkert hvað þau eiga að gera í þessu.“
Rob ætlaði að vera með endurkomu á þessu ári með nýrri æfingarútínu og fatalínu, Halfway Dead. Það ætti nú að vera auðvelt með þetta eftirnafn en eftir að hann var sakaður um að stela lógói frá öðru merki tók hann varninginn af sölusíðunni. Nú virðist sem fatalínan sé uppseld og ekkert hefur verið gert í því.
Rob á einnig í lagalegum vandræðum, því hann sendi hómófóbísk sms til hjásvæfu Chyna árið 2016. Þar hótar Rob honum:
“F****t a** b***h this is Rob,” segir sms-ið. “You did the most disrespectful s**t ever … this is my wife and you about to get your a** beat by every Mexican in la … u f****d with the wrong woman and the wrong dude. this ain’t a game to us. … I will find out where u are…”
Einngi á hann í málaferlum við Chyna því þáttur þeirra, Rob & Chyna, var tekinn af dagskrá árið 2017.