Leikarinn edrú, Ben Affleck, sást úti að borða með milljarðamæringnum Laurene Powell Jobs í Los Angeles á veitingastaðnum Giorgio Baldi þriðjudagskvöldið 1. október. Laurene er ekkja Steve Jobs, stofnanda Apple. Kunnugir segja í viðtali við Page Six að þau tvö séu bara vinir: „Þau hafa verið vinir lengi núna.“ Ben stofnaði samtökin Eastern Congo Initiative, og hefur Laurene verið viðriðin mannúðarsamtökin síðan.
Parið kom og fór í sitthvoru lagi en þau voru nær þrjá tíma á ítalska veitingastaðnum.
Aðeins nokkrum vikum áður var Jennifer Garner, fyrrverandi hans Bens, úti að snæða á sama stað með kærastanum sínum.
Í júlí var sagt að Laurene hefði verið á stefnumótum með stjörnukokkinum Daniel Humm. Hún hefur einnig verið viðriðin góðferða- og umhverfisverndarsamtök Leonardo DiCaprio og annarra.