KVENNABLAÐIÐ

Marilyn Monroe var lögð óviljug inn á geðsjúkrahús

Hlaðvarpið „The Killing of Marilyn Monroe” fjallar um leikkonuna sálugu og veltir upp ýmsu sem ekki hefur komið fram áður. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins er sagt frá því, ekki löngu fyrir dauða Marilyn árið 1962 að hún hafi verið svo „út úr heiminum” að hún var lögð inn á geðsjúkrahús gegn vilja hennar.

Auglýsing

Sjöundi þátturinn lýsir þeim neikvæða spíral sem hún var í af völdum lyfseðilsskyldra lyfja: „Það var ný pilla sem kom henni upp aftur, en hún var ekki ný fyrir henni. Á þessum tíma var hún komin með mikið lyfjaþol,” segir blaðamaðurinn Charles Casillo.

Eftir skilnaðinn við Arthur Miller árið 1961 urðu vinir Marilyn áhyggjufullir því hún varð æ þunglyndari og var mjög langt niðri, meira en nokkru sinni fyrr.

Auglýsing

Segir sögumaður hlaðvarpsins að hún hafi verið lögð inn á geðsjúkrahús vegna þess hve óstöðug hún var. henni var sagt af fagmönnum að hún yrði á spítalanum til að geta „hvílt sig almennilega,” en í raun og veru var hún sett á deild sem meðhöndlaði „alvarlega geðveika” sjúklinga, segir Casillo.

Marilyn fékk rafstuðs-meðferð segir ævisagnaritarinn Danforth Prince í þættinum.

Marilyn grátbað sinn fyrrverandi, Joe DiMaggio að hjálpa henni að komast út: „Hún var lögð inn á þessa stofnun, sett í spennitreyju, allan pakkann og hún var bara alveg eins og fangi,” segir Casillo.

DiMaggio var sá sem oft „bjargaði” Marilyn þegar hún var á sínum erfiðustu stundum. Hann sleppti öllu til að bjarga henni og einnig í þetta skipti: „Hann kom henni þaðan út. Hann náði henni út næsta dag.”

Síðasta árið sem Monroe lifði átti hún afar erfitt uppdráttar. Hún mætti sjaldnar og sjaldnar í tökur á myndinni Something’s Got To Give. Hún var að kikna undan álagi að viðhalda Hollywoodímyndinni og var rekin úr myndinni.

Leikkonan reyndi því að bjarga ferlinum með því að fara í viðtöl hjá Vogue og Cosmopolitan og rétt áður en hún lést var hún búin að skrifa undir samning við 20th Century Fox til að halda áfram með myndina.

mar dead

„Fyrir utan allt þetta var hún afar góð og hamingjusöm síðustu vikurnar í lífi hennar,” segir höfundurinn Fabulous Gabriel.

Síðustu helgina sem Marilyn lifði var hún dópuð og varð fyrir kynferðislegri árás. Hún lést svo 5. ágúst 1962.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!