Nærri ári eftir giftinguna skiptust Justin Bieber og Hailey Baldwin á heitum fyrir framan fjölskyldu og vini á hótelinu Montage Palmetto Bluff í Suður-Karólínuríki, Bandaríkjunum, mánudaginn 30. september.
Hótelið var undirlagt vegna brúðkaupsins og kvörtuðu margir gestir yfir því að eitthvað af þjónustu hótelsins var ekki aðgengileg vegna brúðkaupsins. Hótelið brást þó við með því að endurgreiða gestum eða breyta bókunum og sumir fengu ókeypis máltíðir.
Hailey hélt gæsapartý í Vestur-Hollywood þar sem hún djamaði með vinkonum sínum í síðustu viku, þ.m.t. Kendall Jenner.
Síðastliðið vor gengu Bieber (25) og Hailey (22) í það heilaga hjá sýslumanni í New York. Þau trúlofuðu sig á Bahamas eyjum í júlí eftir að hafa verið að hittast í örfáar vikur. Þau höfðu þó verið vinir síðan í barnæsku.