KVENNABLAÐIÐ

Nýjar æviminningar Debbie Harry: Kynlíf, kókaín og rokk & ról

Debbie Harry, söngkona Blondie, segir frá ýmsu í komandi æviminningum, „Face It” s.s. þegar hún hékk með David Bowie og Iggy Pop, og þegar Ted Bundy bauð henni far.

Debbie, David og Iggy voru í New York og þeir voru að leita að kókaíni, því að „dílerinn” þeirra var nýdáinn. Þetta var árið 1977. Debbie hafði eitt gramm með sér og þeir tóku það í hvelli, enda báðir þaulvanir.

Bowie var æðislega glaður og tók út á sér liminn sem þakklætisvott: „Stærðin á honum var vel þekkt, að sjálfsögðu, og hann elskaði að taka hann út á sér fyrir menn og konur. Það var svo…æsandi.” Eina sem hún hafði út á að setja var að Iggy vildi ekki sýna henni limimnn sinn.

Debbie varð heimsfræg seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda, frægustu lögin voru „Heart of Glass” og „Call Me” en hún átti í vandræðum með eiturlyf framan af.

Auglýsing

Seint á áttunda áratugnum var hún á gangi í Lower East Side, New York, en hún var á leið í partý hjá New York Dolls. Hún þáði far hjá myndarlegum manni í hvítum, litlum bíl. Þegar hún var komin inn í bílinn áttaði hún sig á að maðurinn lyktaði afskaplega illa. Glugginn opnaðist ekki nema örlítið. Debbie var í uppnámi og smeygði höndinni út um gluggann og opnaði bílinn að undanferð. Bílstjórinn varð reiður og tók skarpa beygju þannig hún valt út úr bílnum. Debbie fór út á Thompson stræti og gekk í partýið. Nokkrum árum síðar áttaði hún sig á því að bílstjórinn var enginn annar en fjöldamorðinginn Ted Bundy. Hún las grein um „M.O. (l. modus operandi) Ted Bundy – aðferðafræði hans. Hann tók konur upp í bílinn og þær komust ekki út. Þetta var nákvæmlega það sem gerðist fyrir mig,” segir Debbie. „Hárin risu á hnakkanum á mér.”

Debbie hitti einnig tónlistarframleiðandann Phil Spector sem síðar sat í fangelsi fyrir morð. Hann ógnaði henni með byssu.

Einnig lenti Debbie í því að hafa verið rænd í New York þar sem maður braust inn til hennar og kærastans. Hann batt þau og nauðgaði Harry. Svo stal hann gíturunum þeirra og segir hún að það hafi verið verra en að vera nauðgað.

Auglýsing

Debbie talar einnig um eiturlyfjaneyslu og sagðist ekki fíla kannabis því hún hefði orðið svo nojuð. Hún keypti þó mikið af því til að selja vinum sínum. Hún sagðist einnig hafa notað mikið kókaín, en það hefði gert hana „víraða” og haft slæm áhrif á röddina.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!