KVENNABLAÐIÐ

Harry myndaður á jarðsprengjusvæði í Angóla líkt og móðir hans heitin

Harry Bretaprins fetaði í fótspor Díönu heitinnar, en hún heimsótti jarðsprengjusvæði í Angóla nokkrum mánuðum áður en hún lést, fyrir rúmum tveimur áratugum. Var hann í samskonar hlífðarfatnaði og hún en myndirnar eru ákaflega keimlíkar.

an6

Auglýsing

Harry gekk í gegnum svæðið sem merkt er með hauskúpum, en Díana var mynduð á sama stað í Huambo árið 1997. Prinsessan vildi vekja athygli á þeim milljón jarðsprengjum sem komið var fyrir í borgarastríðinu í Angóla sem stóð yfir í 27 ár og endaði árið 2002.

an5

Auglýsing

Aðeins nokkrum mánuðum síðar lést hún í bílslysi í París eins og kunnugt er, Harry var þá aðeins 12 ára.

an2

„Jarðsprengjur eru ógróið sár stríðsins,“ sagði Harry í bænum Dirico þar sem hann aftengdi sprengju úr fjarlægð. „Með því að hreinsa þessar sprengjur getum við hjálpað samfélaginu að finna frið, og með friði koma tækifærin.“

an3

Svo sagði Harry um Huambo: „Næststærsta borg Angóla er nú örugg, áður var hún þungvopnuð.“

an4

Meira en 1600 manns hafa slasast vegna jarðsprengja í Angóla frá árunum 1975-2015, samkvæmt APF fréttastofunni.

an1

Heimsókn Harrys til Angóla er hluti af Afríkuheimsókn hans, Meghan og Archie.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!