Leikkonan Amanda Bynes (33) hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár vegna fíknivanda og slæmrar andlegrar heislu. Í dag býr stjarnan á áfangaheimili fyrir edrú fólk.
„Hún hætti í meðferð í júní og er nú á áfangaheimili. Það er í raun einn dagur í einu, bókstaflega fyrir hana,“ segir heimildarmaður í viðtali við Us Weekly.
Vinir stjörnunnar hafa áhyggjur af henni og segja að henni „líði ekki vel“ og fjölskylda og læknar hafi í raun neytt hana á áfangaheimilið.
Amanda féll í janúar og fór í meðferð í Los Angeles. Hún ætlaði að reyna endurkomu í Hollywood, en það var „allt, allt of snemmt.“
Í júní póstaði Amanda svo mynd af útskriftarskírteininu sínu úr meðferð.
Amanda er eftir á með greiðslur vegna meðferða og hefur verið ákærð af meðferðarstöðinni Creative Care Inc., en hún skuldar sem samsvarar um 300.000 ISK.
Áður en Amanda féll hafði hún verið edrú í þrjú ár, en neyslan hafði verið stöðug frá unglingsaldri. Þrátt fyrir að hún sé í meðferðum enn er hún ekki á góðum stað.
Ekki er vitað hvenær hún útskrifast af áfangaheimilinu.