KVENNABLAÐIÐ

Meghan segir Archie „elska að daðra“ og uppljóstrar hvað hann er kallaður!

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru í Suður-Afríku þessa dagana í fyrstu opinberu heimsókn Archie sonar þeirra sem fæddur er í maí. Þau heimsóttu erkibiskupinn Desmond Tutu og dóttur hans, Thandeka Tutu-Gxashe miðvikudaginn 25. september.

Auglýsing

Thandeka hló þegar hún hitti litla prinsinn og hann líka. Meghan spurði þá Archie: „Ef þetta fyndið? Ég held hann viti alveg hvað er í gangi.“

Þegar Thandeka sagði að honum líkaði best við sig sagði Meghan: „Honum finnst gaman að daðra.“

Auglýsing

Meghan sagði einnig að þegar Archie hefði farið að slefa hefðu þau farið að kalla hann Bubba.

Í Instagram sögu þeirra sem kölluð er „Arch meets Archie!” sjást hjónin glöð á ferð með litla prinsinn. Fór vel á með þeim og erkibiskupnum.

Margir hafa haft á orði hversu líkur Archie er föður sínum þegar hann var lítill, en einnig með smá Megan í sér: „Er hann ekki með nef Meghan og augu og höfuðlag og háralit Harrys? Mér finnst hann alveg eins og pabbi sinn,“ segir einn notandi á Instagram.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!