Meghan Markle og Harry Bretaprins eru komin til Suður-Afríku og má sjá á meðfylgjandi myndum mikla gleði og kærleik. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir lendinguna fóru þau beint í vinnuna, að hitta fólk. Þau munu verða í landinu í tíu daga.
Þeim var ákaft fagnað af skólabörnum í Höfðabörg sem veifuðu fánum í meþódistakirkjunni í Nyanga. Dansarar komu fram og Harry og Meghan tóku undir. Þau virtust afar hamingjusöm og Meghan var í kjól sem kostaði minna en sem samsvarar 10.000 krónum.
Þau fluttu bæði hjartnæmar ræður og Harry sagði m.a. að hann myndi „heiðra og vernda“ konu sína og vera „jákvæð fyrirmynd“ fyrir Archie. Archie er með í för, en var ekki viðstaddur hátíðarhöldin í dag.